ÞG verk hefur verið verðlaunað þriðja árið í röð sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina.

 

Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum. Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.

 

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

 

Skilyrðin eru:

 

• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár

• Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%

• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð

• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð

• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð

• Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð

• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá

• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo