Stjórnskipulag - ÞG Verk

Stjórnskipulag

Fyrirtækið - Stefna

Markmið ÞG Verk er að vera leiðandi þekkingarfyrirtæki í íslenskum byggingariðnaði sem veitir einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum gæðahandverk og vandaða þjónustu í samræmi við óskir þeirra og þarfir. Fyrirtækið er fjárhagslega sterkt og ábyrgist sín verkefni í samræmi við lög og reglugerðir og veitir viðskiptavinum traust og örugg viðskipti.

Starfsmannastefna
Markmiðið með starfsmannastefnu fyrirtækisins er að skapa öruggt, metnaðarfullt og jákvætt starfsumhverfi sem stuðlar að starfsánægju og traustum rekstri – að ÞG Verk sé eftirsóttur vinnustaður sem laðar til sín hæft, vel menntað og áhugasamt starfsfólk á öllum rekstrarsviðum.

Gæðastefna
Hjá fyrirtækinu starfar gæðastjóri og gæðaráð. Í öllum framkvæmdum á vegum fyrirtækisins eru gerðar markvissar og reglulegar úttektir á verkþáttum til að tryggja gæði og koma í veg fyrir ágalla. Markmiðið er ávallt að skila hágæðavöru og vandaðri þjónustu þar sem lögum og reglugerðum er fylgt á öllum byggingarstigum.

Íbúðarhúsnæði
Markmið ÞG Verk er að vera leiðandi aðili í hönnun og byggingu íbúðarhúsnæðis á íslenskum íbúðamarkaði; að skapa íbúðarhúsnæði sem mætir kröfum markaðarins og tekur mið af þörfum ólíkra markhópa; að ábyrgjast traust viðskipti og skila af sér vönduðu og vel gerðu húsnæði.

Atvinnuhúsnæði
Markmið ÞG Verk er að framleiða og hanna framúrskarandi lausnir til handa íslenskum fyrirtækjum sem taka mið af þeirra þörfum hverju sinni; að ábyrgjast gæðavöru og örugg viðskipti sem stuðla að góðum rekstri viðskiptavina okkar.

Útboðsmarkaður
Markmið ÞG Verk er að vera aðili á verktakamarkaði sem tryggir gæði og uppfyllir tímasetningar og væntingar þegar kemur að vali framkvæmdaraðila á útboðsmarkaði; að fyrirtækið sé búið besta tækjakosti sem völ er á og lausnum sem skapa viðskiptavinum þess bestu mögulegu þjónustu og handverk.

Fyrirtækið - Gæðastefna

ÞG Verktakar einsetja sér að byggja með hagkvæmum hætti mannvirki sem uppfylla allar umsamdar kröfur okkar viðskiptavina ásamt því að uppfylla lög og reglugerðir í hvívetna.

Fyrirtækið mun ávallt bjóða vörur og þjónustu sem byggja á vönduðum lausnum til að mæta óskum okkar viðskiptavina.

Við munum með skipulegum hætti stunda þróun á okkar vörum og þjónustu sem gefur starfsmönnum fyrirtækisins möguleika að framkvæma sín störf rétt í fyrsta sinn og í hvert sinn.

Fyrirtækið leggur áherslu á:

• Að bjóða faglegar og vandaðar lausnir sem mæta kröfum okkar viðskiptavina
• Að vinna stöðugt að umbótum til að auka skilvirkni í starfsemi fyrirtækisins
• Að starfsmenn hafi hlotið nægjanlega þjálfun og menntun til að skila góðri
vinnu með hagkvæmum hætti
• Að tryggja góðan aðbúnað og öryggi starfsmanna á vinnustað

Fyrirtækið - Stjórn

Eigandi félagsins skipar stjórn ÞG Verk.

Þorvaldur Gissurarson