Um ÞG Verk - ÞG Verk

Um ÞG Verk

Fyrirtækið - ÞG Verk

ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins. Félagið er byggt upp á traustum grunni og hefur staðið af sér öll áföll í íslensku efnhagslífi sem og íslenskum byggingariðnaði og starfar enn á upprunalegri kennitölu. Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina.

Á annað þúsund fjölskyldna búa í dag í húsnæði frá ÞG Verk og u.þ.b 700 íbúðir eru fyrirhugaðar í byggingu á næstu árum. Gæðakerfi ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi.

ÞG Verk hefur yfirgripsmikla reynslu af störfum á útboðsmarkaði og meðal verkefna eru hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, stærsta prentsmiðja landsins fyrir Morgunblaðið og virkjanir á Hellisheiði og Nesjavöllum. Félagið hefur áunnið sér traust opinberra aðila og stórfyrirtækja með skipulegu vinnulagi, skilum á réttum tíma, vönduðu verki og öruggum viðskiptum.

Hjá fyrirtækinu er starfrækt gæðaráð og starfandi gæðastjóri. Í gegnum allt byggingarferlið eru gerðar reglulegar úttektir á öllum verkþáttum.

Í dag er ÞG Verk í sókn, bæði ef litið er til eigin framkvæmda á íbúðar og atvinnuhúsnæðismarkaði og verkefna á útboðsmarkaði.

Lykillinn að farsælum rekstri er afburða starfsfólk og er fyrirtækið stolt af þeim trausta og hæfa hópi fólks sem starfar fyrir félagið í dag. Fyrirtækið leggur áherslu á góða starfsmanna aðstöðu og aðbúnað til að tryggja öryggi og starfsmannaánægju.

ÞG Verk er sterkt félag sem skilar góðu verki og faglegum vinnubrögðum. Allt frá stofnun hefur það verið meginmarkmið félagsins að skila góðu verki, stunda örugg viðskipti og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini.

Þorvaldur Gissurarson
Forstjóri ÞG Verk