Stutt samantekt um meðhöndlun úrgangs árið 2020 og samanburður við árið 2019.

1. Úrgangur eftir verkstöðum: Magn, flokkunar- og endurnýtingarhlutfall.

Flokkunarhlutfall hækkar úr 53% 2019 í 69% 2020.

Endurnýtingarhlutfall úrgangs hækkar úr 46% 2019 í 59% 2020.

Mikill árangur náðist á árinu 2019 varðandi flokkun og hækkað endurnýtingarhlutfall og heldur sú þróun áfram af krafti árið 2020.

2.       Magn úrgangs eftir flokkum, endurnýtingarhlutfall og kostnaður.

Skoðum aðeins dálkana.

CO₂/kg: Almennur heimilisúrgangur (frá vinnubúðum) og grófur úrgangur veldur almennt mestri kolefnislosun ásamt máluðu/plasthúðu timbri en þessir flokkar eru ekki endurnýttir.

Magn 2020 m.v. 2019: Óflokkaður úrgangur er að minnka verulega. Hins vegar eykst almennur heimilisúrgangur.

Það er áskorun um að bæta okkur enn í flokkun til að minnka úrgang sem fer í óflokkað . T.d. þarf að fara í betri greiningu á almennum heimilisúrgangi (úrgangur frá vinnubúðum).

Kostnaður: Mjög misdýrt er að farga úrgangi eftir flokkum. Óflokkuðum úrgangi er dýrast að farga og þótt hann sé einungis 32% af heildarúrgangi þá veldur hann 74% af kostnaði við förgun. Bætt flokkun úrgangs leiðir af sér lægri meðalkostnað per kg. úrgangs. Meðalkostnaður förgunar á hverju kg. úrgangs er þannig 27% lægra árið 2020 heldur en það var á árinu 2019.

(Ath. að kostnaðartölur eru einungis kostnaður vegna förgunar úrgangs. Gámaleiga og flutningur úrgangs er ekki inn í þessum tölum.)

3. Verðbreytingar 2021 og minnkun úrgangs.

Í byrjun árs tóku gildi gífurlegar breytingar á gjaldskrá Sorpu fyrir móttöku úrgangs. Í dálkinum lengst til hægri í töflunni að ofan má sjá nýtt verð árið 2021 og hver breytingin er í prósentum frá gjaldskrá ársins 2020.

T.d. hækkar gjald fyrir hreint timbur um 153%. Þetta er sá flokkur hjá ÞG Verk sem mestur úrgangur féll til í á seinasta ári.

Það er því áskorun, til viðbótar við bætta flokkun úrgangs, að skoða hvort hægt sé að minnka úrgang í sem flestum flokkum og þá sérstaklega flokkum með mikla kolefnislosun og hátt förgunargjald.

Það verður ein af áskorunum ársins.

Bergur Helgason Gæða- og öryggisstjóri (og sérstakur áhugamaður um flokkun úrgangs).