ÞG Verk er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins. Fyrirtækið er með mikinn fjölda íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í undirbúningi á Akranesi. ÞG Verk hefur tekið þátt í uppbyggingu Vogabyggðar frá upphafi.
ÞG Verk byrjaði að byggja Skektuvog í Vogabyggð árið 2018. Skektuvogur er í dag fullbyggður en þar voru byggðar 73 íbúðir sem eru að mestu leyti seldar. Uppbygging er hafin í Arkarvogi þar sem verða 165 íbúðir. Fljótlega verður hafist handa við síðasta áfangann í Vogabyggð sem eru tæplega 100 íbúðir við Kuggavog. Í Kuggavogi er hönnun að ljúka og beðið eftir afgreiðslu byggingaryfirvalda á byggingarleyfisumsókn.
Annað stórt verkefni er í Urriðaholti í Garðabæ, þar eru um 100 íbúðir í byggingu. Fyrstu íbúðirnar í þeim áfanga fara á sölu í kringum páska. Enn eitt verkefni hjá ÞG verk er á Akranesi þar sem byggðar verða 28 íbúðir.
Nýlega keypti ÞG verk lóð í Sunnusmára, rétt við Smáralind, og þar verða byggðar 165 íbúðir. Mikill fjölbreytileiki verður þar í íbúðarstærðum, margar íbúðir munu hafa einstakt útsýni og staðsetningin er mjög góð með tilliti til þjónustu og samgangna.
Lesa má fréttina í heild sinni hér: https://www.frettabladid.is/kynningar/me-yfir-500-ibuir-i-byggingu/