ÞG verk hefur verið verðlaunað fimmta árið í röð sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina. Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum.

Skilyrðin sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að teljast framúrskarandi fyrirtæki eru:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3.
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið er tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti.
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo.
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK.
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú rekstrarár.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár.
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár.
  • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár.
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú rekstrarár.