Næsta íbúðarverkefni sem fer í sölu hjá ÞG verk er Arkarvogur sem er í Vogabyggð, 104 Reykjavík. Í Arkarvogi verða fjórar byggingar sem hýsa munu 162 íbúðir, auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð einnar byggingarinnar. Íbúðirnar verða af mörgum stærðum og gerðum, allt frá 50 fm tveggja herbergja íbúðum upp í 170 fm sex herbergja íbúðir. Bílakjallari er undir byggingunum og fylgir stæði í kjallara með öllum íbúðum.
Hægt er að skoða söluvef verkefnisins hér: https://tgverk.is/vogabyggd/
Vogabyggð er nýtt hverfi í uppbyggingu þar sem eldra iðnaðarhverfi víkur fyrir nútímalegri byggð fjölbýlishúsa. Um er að ræða skjólsæla perlu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja rétt hjá meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal. Einnig er Laugardalurinn innan seilingar.