Brúarframkvæmdum yfir Jökulsá á Sólheimasandi er að ljúka. ÞG Verktakar byggja þar 163 metra langa tvíbreiða steinsteypta, eftirspennta bitabrú.  

ÞG Verktakar sjá einnig um byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn.

Byggð verður ný 74 m löng og tvíbreið brú yfir Hverfisfljót á Hringvegi (1). Brúin verður samverkandi stálbitabrú með steyptu gólfi í þremur höfum.

Byggð verður ný 138 m löng tvíbreið brú yfir Núpsvötn á Hringvegi (1). Brúin verður eftirspennt steinsteypt brú með steyptu gólfi í fimm höfum.

Hér má sjá Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar og Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verktaka skrifa undir verksamning vegna byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn