ÞG Verktakar eru með í byggingu fjölda íbúða af öllum stærðum og gerðum og eru að byggja í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi. 

r að neðan má sjá upplýsingar um þau verkefni sem eru í byggingu hjá ÞG Verktökum og koma í sölu árið 2022.

Arkarvogur 10-12 og Drómundarvogur 2: Húsin eru staðsett í Vogabyggð, 104 Reykjavík. Íbúðirnar eru 85 talsins, 2ja – 5 herbergja í lyftuhúsi. Nokkrar íbúðir eru með sjávarútsýni og bílastæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Áætlaður sölutími: júlí 2022.
Sjá söluvef fyrir verkefnið hér: https://tgverk.is/vogabyggd/

Maríugata 9-11: Húsin eru staðsett í Urriðaholti, 210 Garðabæ. Íbúðirnar eru 42 talsins, 2ja – 5 herbergja íbúðir í lyftuhúsi. Bílskúrar fylgja nokkrum íbúðum. Einstakt útsýni yfir golfvöllinn Odd og Heiðmörkina. Áætlaður sölutími: nóvember 2022

Sunnusmári: Húsin eru staðsett í Smárahverfinu, 200 Kópavogi. Íbúðirnar eru 165 talsins, 2ja – 5 herbergja íbúðir í lyftuhúsi. Bílastæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum. Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður sölutími á fyrstu íbúðum: nóvember 2022

Kuggavogur: Húsin eru staðsett í Vogabyggð, 104 Reykjavík. Íbúðirnar eru 91 talsins, 2ja – 5 herberja í lyftuhúsi. Bílastæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum. Áætlaður sölutími á fyrstu íbúðum er í lok árs 2022.

Önnur verkefni sem ÞG er með í byggingu eða í hönnunarferli eru: Grímsgata og Urriðaholtsstræti í Garðabæ, Baughamar í Hafnarfirði og Asparskógar á Akranesi. Í þessum verkefnum verða yfir 200 íbúðir sem fara í sölu á næsta ári, 2023.

Áhugasamir aðilar geta haft samband í tölvupósti, hrefna@tgverk.is eða í síma, 534-8400