ÞG verk var lægstbjóðandi í framkvæmdarútboði um 2. áfanga Urriðaholtsskóla. Samningsupphæðin hljóðar upp á um 2,8 milljarð króna. Verkið felur í sér byggingu og fullnaðarfrágang 2. áfanga skólans að utan sem innan, ásamt fullbúinni og frágenginni lóð.
Heildarstærð verksins verður um 4.900 m2. Jarðvinnu er lokið og byggingarframkvæmdir eru hafnar af hálfu ÞG Verktaka. Stefnt er á að skila byggingunni fullbúinni í byrjun árs 2024.