Við erum virkilega stot af því að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja sjötta árið í röð hjá Creditinfo. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi eru á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki. Markmið fyrirtækisins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina. Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum.