ÞG verk er komið langleiðina með byggingu á 28 íbúða fjölbýlishúsi í Asparskógum 1 á Akranesi. Íbúðirnar voru settar í sölu um miðjan febrúar og gengur salan vel, einungis 11 af 28 íbúðum eru óseldar.
Asparskógar 1 á Akranesi eru fjórar byggingar, samtals 28 íbúðir. Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja. Húsin eru á tveimur hæðum og sér inngangur að öllum íbúðum. Burðarkerfi hússins er forsteyptar einingar frá Einingaverksmiðjunni,
Hægt er að skoða söluvef verkefnisins hér: https://tgverk.is/asparskogar-1/