Undanfarin misseri hefur ÞG Verk unnið að því að styrkja gæðakerfi sitt til að bæta stjórnun, verklag og skjalavistun í framkvæmdum sínum og styðja við gæðastefnu fyrirtækisins.

Síðastliðið sumar var svo stigið það skref að óska eftir vottun á gæðakerfinu skv. ISO 9001:2015 og
var BSI valið til verksins. Úttektir fóru fram í júlí og ágúst og vottunarskírteini var gefið út 23. október
síðastliðinn. Vottunin hefur gildistíma til þriggja ára með árlegu eftirliti vottunaraðila á
gildistímanum.

Umfang gæðakerfisins er: Mannvirkjagerð og verkefnastjórnun í mannvirkjagerð. (General
construction and building project management).