HAFA SAMBAND
Hafðu samband til að panta skoðun, fá nánari upplýsingar eða til að gera tilboð.


AKRANES
Á Akranesi hefur mikil uppbygging átt sér stað undanfarin ár og er bæjarfélagið í örum vexti. Akranes er í rúmlega 30 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík og því engin fyrirstaða fyrir þá sem starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Á Akranesi eru starfandi tveir grunnskólar, fjórir leikskólar og framhaldsskóli. Mikill metnaður er lagður í allt íþróttastarf og er aðstaða ÍA með þeim betri á landinu. Íþróttasvæðið er í senn mjög stórt og fellur vel að náttúru meðfram sjávarsíðunni. Margir íslendingar og ferðamenn sækja náttúrulaugina Guðlaugu þar sem einstakt útsýni er yfir hafið og aðstaðan mjög falleg.
Á Akranesi er einnig glæsilegur golfvöllur sem hefur verið hluti af íslensku mótaröðinni undanfarin ár.
Útivistarsvæði á Akranesi eru fjölmörg, stutt er í margar þekktar fjallgönguleiðir, fjallasýn stórbrotin, smábátahöfn með sinn einstaka sjarma, ásamt allri helstu þjónustu.