Fréttavefur - ÞG Verk

Fréttavefur

Umverfismarkmið ÞG Verk

Umverfismarkmið ÞG Verk

Á árinu 2018 ákváðu ÞG Verktakar að taka umhverfismál sín fastari tökum. Forsenda þess var að ná utan um orkunotkun og sorpförgun við rekstur fyrirtækisins og framkvæmdir á vegum þess.

ÞG Verktakar hafa í þessum tilgangi tekið í notkun umhverfistjórnunarhugbúnaðinn Klappir EnviroMaster frá fyrirtækinu Klappir, Grænar lausnir hf.

ÞG Verktakar hafa jafnframt sett sér eftirfarandi grunnmarkið varðandi umhverfismál.

Umhverfismarkmið ÞG Verktaka:
• Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
• Minnka úrgang til urðunar með bættri flokkun sorps
• Viðhafa ábyrga stýringu á notkun raforku og vatns
• Mæla og miðla upplýsingum um stöðu og árangur í umhverfismálum
• Auka umhverfisvitund starfsmannaHægt að spara 10-15 milljónir með því að kaupa íbúð á Selfossi

Í síðustu viku kynnti ÞG verk ehf. nýjar íbúðir sem fyrirtækið hefur verið að byggja við Álalæk á Selfossi. Alls er um 57 íbúðir að ræða í þremur fjölbýlishúsum. Íbúðirnar eru 2-6 herbergja frá 60 til 120 fermetra að stærð. Fyrsta byggingin sem er með 23 íbúðum hefur þegar verið afhent eigendum. Þar eru einungis þrjár íbúðir óseldar. Íbúðunum fylgja rafhleslustöðvar sem íbúar geta notað til að hlaða rafmagnsbíla. Íbúðirnar eru á töluvert lægra verði en t.d. á höfuðborgarsvæðinu og því álitlegur kostur fyrir marga.

 

Sindri Már Guðbjörnsson er byggingastjóri hjá ÞG verk og vinnur að verkefninu ásamt Brynjari Erni Áskelssyni. Þeir eru í stjórnunarteymi á staðnum.

 

„Strax þegar við byrjuðum á framkvæmdum byrjuðum við að pæla í þessum hleðslustöðvum. Ég hafði mikinn áhuga á að leysa það vandamál. Við erum stór aðili á byggingamarkaði og höfum stundum lent í vandamálum þessu tengt sem við höfum þurft að leysa. Það er mjög mikið álag á þessar lagnaleiðir og þær eru tengdar inn á séreignamæla. Það getur slegið út þegar það eru komnir visst margir bílar. Þá er ekki nóg rafmagn fyrir alla í húsinu. Við þurftum því að finna leiðir hvernig væri best að gera þetta. Við byrjuðum á að leggja fullt af ídráttarrörum sem enduðu í einu ídráttarröri. Við komumst í samband við Ísorku og höfum líka unnið með Árvirkjanum hér á Selfossi. Við þróuðum þessa lausn sem við erum með hérna fyrir þessar blokkir. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Sindri Már.

 

Sindri Már flutti af höfuðborgarsvæðinu til Þorlákshafnar og sinnir starfi sínu þaðan. „Lóðirnar eru miklu ódýrari hérna og íbúðir miklu ódýrari heldur en í bænum. Með því að bjóða upp á að þú getir hlaðið bílinn þinn heima þá getur þú keypt rafmagnsbíl og íbúð á hagstæðu verði. Þá geturðu unnið í bænum og sparað þér 10–15 milljónir. Það fer eftir því hvar þú ert að skoða stóra íbúð. Ef við miðum t.d. við Valsreitinn, þar kostar tveggja herbergja íbúð 40 milljónir. Hérna kostar hún 26,7 milljónir. Ný Nissan Leaf kostar rétt rúmar 3 milljónir. Þannig að þar erum við að tala um 30 milljónir. Þú sparar 10 milljónir.“

 

„Fyrsta fjölbýlishúsið sem við byggðum hér í Álalæk 17 er eiginlega alveg komið í notkun. Þar eru bara þrjár íbúðir af tuttugu og þremur óseldar. Þá er búið að selja tíu íbúðir í Álalæk 15 sem við erum að fara að klára núna í mars. Álalækur 13 er ekki kominn í sölu en við erum þó búnir að selja eina íbúð þar. Hann fer í sölu núna í janúar.“

 

Það sem gerir íbúðirnar sem ÞG verk eru að byggja á Selfossi sérstakar er rafmagnsþátturinn og einnig baðherbergiseiningarnar. Sindri Már segir að hingað til hafi enginn skilað nýju fjölbýlishúsi með hleðslustöðvum eins og ÞG verk er að gera á Selfossi. „Þetta er m.a. gert með þessum hætti vegna þess að það er oft slagur í húsfélögum um hver á að borga hvað. Kostnaðurinn við fleiri hleðslustöðvar er hlutfallslega lítill og við erum að skila meiri gæðum með þessu. Með svona mörgum hleðslustöðvum er ágreiningur um hleðslustöðvar eiginlega sleginn út af borðinu. Það eru þrjár hleðslustöðvar við þessa nýju byggingu og mjög auðveldlega hægt að bæta tveimur við. Tvo bíla má tengja við hverja hleðslustöð. Það eru sex stæði í notkun núna en möguleiki á tíu stæðum fyrir 23 íbúða hús,“ segir Sindri Már.Framúrskarandi fyrirtæki 2016-18

Framúrskarandi fyrirtæki 2016-18

ÞG verk hefur verið verðlaunað þriðja árið í röð sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina.

 

Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum. Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.

 

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

 

Skilyrðin eru:

 

• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár

• Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%

• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð

• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð

• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð

• Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð

• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá

• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu CreditinfoWow cyclothon 2018

Hjólreiðakapparanir frá ÞG Verk stóðu sig frábærlega í Wow cyclothon og kláruðu með miklum glæsibrag! Þar fyrir utan safnaði þessi vaski hópur heilum 3.095.000 kr fyrir Landsbjörg.

Hjólreiðamenn og ÞG Verk þakka kærlega fyrir veittan stuðning. Sjáumst að ári!Heimsókn FSU til ÞG Verk á Selfossi

Nemendur í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina við FSU heimsóttu verkstað ÞG verk á Selfossi við Álalæk 13-17 þann 26.apríl síðastliðin. Tilgangur heimsóknarinnar var að auka áhuga þeirra á verklegunámi og hagnýttni þess að öðlast iðnmenntun.

Framkvæmdum ÞG Verk miðar vel áfram á Selfossi og eru margir verkþættir í framkvæmd.  

Nemarnir fengu leiðsögn yfir vinnusvæðið og kynningu á þeim verkþáttum sem voru í gangi á hverjum stað allt frá mótavinnu og uppslætti, utanhússklæðningum og að innanhússfrágangi.

Lögð var sérstök áhersla á þær nýjungar sem ÞG Verk fór í fyrir Selfoss verkefnið. Í Álalæknum eru baðherbergi forunnin og hífð inn í byggingarnar á uppbyggingartíma sem og skaffaðar verða rafmagnhleðslustöðvar í sameiginlegum stæðum í lóð með álagsstýringu.

Að leiðsögn lokinni fengu nemendur kynningu á því hvernig ÞG Verk stuðlar að auknu öryggi á verkstöðum sínum.