Fréttavefur - ÞG Verk

Fréttavefur

Wow cyclothon 2018

Hjólreiðakapparanir frá ÞG Verk stóðu sig frábærlega í Wow cyclothon og kláruðu með miklum glæsibrag! Þar fyrir utan safnaði þessi vaski hópur heilum 3.095.000 kr fyrir Landsbjörg.

Hjólreiðamenn og ÞG Verk þakka kærlega fyrir veittan stuðning. Sjáumst að ári!Heimsókn FSU til ÞG Verk á Selfossi

Nemendur í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina við FSU heimsóttu verkstað ÞG verk á Selfossi við Álalæk 13-17 þann 26.apríl síðastliðin. Tilgangur heimsóknarinnar var að auka áhuga þeirra á verklegunámi og hagnýttni þess að öðlast iðnmenntun.

Framkvæmdum ÞG Verk miðar vel áfram á Selfossi og eru margir verkþættir í framkvæmd.  

Nemarnir fengu leiðsögn yfir vinnusvæðið og kynningu á þeim verkþáttum sem voru í gangi á hverjum stað allt frá mótavinnu og uppslætti, utanhússklæðningum og að innanhússfrágangi.

Lögð var sérstök áhersla á þær nýjungar sem ÞG Verk fór í fyrir Selfoss verkefnið. Í Álalæknum eru baðherbergi forunnin og hífð inn í byggingarnar á uppbyggingartíma sem og skaffaðar verða rafmagnhleðslustöðvar í sameiginlegum stæðum í lóð með álagsstýringu.

Að leiðsögn lokinni fengu nemendur kynningu á því hvernig ÞG Verk stuðlar að auknu öryggi á verkstöðum sínum.