Fréttavefur - ÞG Verk

Fréttavefur

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Framúrskarandi fyrirtæki 2016
ÞG verk hefur verið verðlaunað sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.

Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina.

Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum.

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Skilyrðin eru:

• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
• Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%
• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
• Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo


Iceland Recovers, and Reykjavik Becomes a Hive of Development

REYKJAVIK, Iceland — Set against a vista of sea and mountains, the city’s modern concert hall and convention center, with its kaleidoscopic facade of multicolored glass, averages more than 140,000 visitors each month.


The thriving complex, which hosts fans of Björk and enthusiasts of yo-yoing, is a symbol of how the country has recovered from the economic crisis, aided by tourists, whose appreciation for Iceland and whose influx of cash are further helping to spur development.


Outside the center, construction vehicles hum, working on a project that will join the event space downtown with the heart of this capital city’s center, where restaurants and shopping abound. It is one of several projects in a nearly 680,000-square-foot mixed-use development known as the Harpa plot, or Austurhofn, meaning East Harbor. This vast area has been decades in the making and is an attempt to transform the neighborhood into a live-work-play area.


(meira…)


Lóðaverðið tífaldast á tíu árum

Lóðaverðið tífaldast á tíu árum
Davíð M. Sigurðsson segir mikla eftirspurn eftir íbúðunum á Naustabryggju.

Lóðaverð hefur hækkað mikið á síðustu árum, og þá sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Hannarr og Samtök iðnaðarins (SI) áætla kostnað við lóðaverð um 20 prósent af heildarbyggingarkostnaði. Lóðaverð myndar því þrýsting til hækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn.

Frá 2003 til 2016 hefur lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá um 500 þúsundum í fimm til tíu milljónir króna á hverja íbúð, eða ríflega tífaldast. Á sama tíma hefur íbúðaverð á því svæði þrefaldast. „Ofan á hækkun lóðaverðs bætast svo fleiri gjöld sem hafa einnig hækkað,“ segir Davíð M. Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG Verks. „Auðvitað hefur þessi lóðahækkun áhrif á íbúðaverð, rétt eins og hækkun á mjólk hækkar jógúrtverð.“

Í október hófst formlega sala á 163 íbúðum ÞG Verks á Naustabryggju, en íbúðirnar eru að sögn Davíðs á markaðsvænu verði og ætlaðar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Davíð segir þann gríðarlega húsnæðisskort sem ríkir nú endurspeglast í eftirspurn á þeim íbúðum. „Það eru einungis tvær eftir og við höfum selt fyrir 5,5 milljarða í einu. Við náum ekki að halda aftur af fólki sem er að grátbiðja okkur um að fá að kaupa.“
 
Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.

„Það er rosalega lítið framboð af lóðum fyrir verktaka eins og okkur sem erum tilbúnir að fara í framleiðslu á íbúðum á verði sem vantar. Við höfum líka verið að byggja hægindaíbúðir, eins og til dæmis á Garðatorgi, en sá markaður er orðinn svolítið mettur,“ segir Davíð en hann telur einnig þörf á að breyta deiliskipulagi og byggingarreglugerðum til að geta boðið upp á íbúðir á viðráðanlega verði.

Davíð gagnrýnir úthlutun lóða til aðila sem ekki byggja á þeim. „Okkur finnst athugavert að úthluta lóðum til aðila sem ekki á að byggja á, þetta verða bara þróunarverkefni og svo hækkar lóðaverðið um helming. Þá er ekki orðinn möguleiki fyrir aðila eins og okkur að kaupa og byggja þarna.“

Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir orð Davíðs um að það sé klárt mál að lóðaverð hafi hækkað mikið. Það sé þó erfitt að mæla hækkunina. „Grunndrifkrafturinn á bak við lóðahækkunina er skortur á lóðum.

Fókusinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að þétta byggð. Það eru ákveðnir kostir við það. Hins vegar samrýmist það illa hugmyndum um að reyna að ná niður byggingakostnaði og kostnaði við húsnæði,“ segir Bjarni.

„Við sjáum lítið framboð á lóðum sveitarfélaganna sem gefa kost á ódýrara húsnæði. Kröfurnar sem eru settar bæði af hálfu sveitarfélaga en líka byggingarreglugerðar og annarra eru einnig þröngar, menn hafa að einhverju leyti verið hikandi við að fara af stað. Maður spyr sig hvort það sé heilbrigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts, og að skorturinn sé að einhverju leyti bara af mannavöldum,“ segir Bjarni Már Gylfason.