News Feed - ÞG Verk

News Feed

Golfmót ÞG Verk 2017

Hið árlega og stórskemmtilega golfmót ÞG Verk var haldið þann 18.ágúst á Kiðjabergsvelli. Þátttökulistinn eykst með hverju ári. Enginn fór holu í höggi á 7.braut og verða því verðlaunin sem að þessu sinni voru, golfbíll til eignar, að bíða enn um sinn eftir eiganda. Það fóru samt alls ekki allir tómhentir heim, því vegleg verðlaun voru fyrir fyrsta til þriðja sætið ásamt mörgum auka verðlaunum. Eiður Smári Guðjohnsen vann sérlega eftirsótta poppvél fyrir lengsta teighöggið á 13.braut og mátti greina öfund á meðal manna en það varði þó ekki lengi þegar Sveppi lét grínið dynja á Eið Smára og poppvélinni ;) Sveppi hélt upp stuðinu þegar komið var í skála eftir vel heppnað mót þar sem veðrið lék við mannskapinn. Sveppi skóf ekkert undan og tók menn óspart fyrir öllum til mikillar gleði. Starfsfólk gólfskálans stóð sig einstaklega vel og ekki var hægt að greina hvort steikin hefði komið af grilli Argentínu eða skálans. Mikil ánægja var á meðal hópsins og gleðin við völd. Það leið ekki langur tími þar til skipulagning á næsta móti hófst í rútunni á leiðinni í bæinn. Golfmót ÞG Verk er orðinn fastur liður hjá fyrirtækinu þar sem stjórnendur og samstarfsmenn eiga gæðastund saman. Þökkum öllum kærlega fyrir komuna og sjáumst að ári. Myndirnar tala sínu máli ;)


Garðatorg 2B – Síðasta tækifæri!

Garðatorg 2B – Síðasta tækifæri!
Stórglæsilegar og mjög rúmgóðar íbúðir í hæsta gæðaflokki með stórbrotið útsýni til allra átta. Svalalokanir fylgja öllum svölum þar sem því er viðkomið og tvö baðherbergi með sturtuaðstöðu eru í öllum íbúðum hússins. Halogenlýsing er í öllum íbúðum frá fjórðu hæð og eru allar innréttingar og tæki af mjög vandaðri gerð. Háhýsið er með 22 íbúðum á bilinu 80-195 m2 og eru aðeins 2 íbúðir eftir. Húsið klætt með ál og viðarklæðningum sem lágmarka viðhald þess. Í húsinu er tvær lyftur sem er innangengt úr beint úr upphituðu bílstæðahúsi þar sem allar íbúðir eiga sérstæði. AÐEINS 2 ÍBÚÐIR EFTIR
  • Stórglæsileg ytri hönnun
  • Íbúðir í hæsta gæðaflokki
  • Svalalokanir fylgja flestum íbúðum
  • Halogenlýsing frá fjórðu hæð
  • Granít/steinn á öllum eldhúsum og baðherbergjum
  • Stórkostlegt útsýni til allra átta


Holtsvegur & Naustabryggja

Holtsvegur & Naustabryggja
ÞG Verk kynnir nýjar og glæsilegar fasteignir til sölu. Við hönnun húsanna var leitast við að skapa metnaðarfullar og glæsilegar byggingar sem njóta sín í fallegu og náttúrulegu umhverfi. Vandaðir arkitektar, sem unnið hafa til fjölmargra verðlauna fyrir framúrskarandi hönnun og arkitektúr, teikna húsin sem eru ál og viðarklædd til að tryggja lágmarks viðhald. Við þökkum frábærar móttökur og óskum þeim til hamingju sem hafa nú þegar tryggt sér eign!


Opið hús í Urriðaholti

ÞG Verk er búið að standa fyrir opnu húsi undanfarið í Holtsvegi í Urriðaholti. Við þökkum frábærar móttökur og óskum þeim til hamingju sem hafa nú þegar tryggt sér eign! Hægt er að sjá hér www.tgverk.is/fasteignavefur þær eignir sem eru til sölu. ÞG Verk kynnir nýjar og glæsilegar fasteignir til sölu í hinu einstaka  Urriðaholti, Garðabæ. Við hönnun húsanna var leitast við að skapa metnaðarfullar og glæsilegar byggingar sem njóta sín í fallegu og náttúrulegu umhverfi. THG arkitektar, sem unnið hafa til fjölmargra verðlauna fyrir framúrskarandi hönnun og arkitektúr, teikna húsin sem eru ál og viðarklædd til að tryggja lágmarks viðhald.