FYRIRTÆKIÐ

ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi H Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins. Félagið er byggt upp á traustum grunni og hefur staðið af sér öll áföll í íslensku efnhagslífi sem og íslenskum byggingariðnaði og starfar enn á upprunalegri kennitölu. Markmið félagsins hefur ávallt verið að skila góðu verki til sinna viðskiptavina á íbúðamarkaði sem og útboðsmarkaði, að stunda traust og örugg viðskipti og uppfylla væntingar viðskiptavina.

 

KYNNTU ÞÉR BYGGINGARAÐILANN

Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverfisins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverfi og ýmsu fleiru. Þú vandar þig – enda er ákvörðunin um að kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í lífinu.

Í dag erum við flest orðin meðvitaðri neytendur og myndum til dæmis hika við að kaupa síma eða sjónvarp frá óþekktum framleiðanda – hvað þá nýjan bíl. Samt leiðum við sjaldnast hugann að því hvaða byggingaraðili byggði húsið sem við ætlum að kaupa.

Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.

GÆÐAKERFI

Gæðakerfi ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu.

Hjá fyrirtækinu er starfrækt gæðaráð og starfandi gæðastjóri. Í gegnum allt byggingarferlið eru gerðar reglulegar úttektir á öllum verkþáttum.

VIÐ STÖNDUM MEÐ OKKAR FASTEIGNUM

Í mikilvægri atvinnugrein eins og byggingariðnaði eiga gæðin ávallt að vera í fyrirrúmi en dæmin hafa því miður sýnt að sú er ekki alltaf raunin. ÞG Verk hefur starfað í rúm 20 ár og við ætlum að vera áfram til eftir fimmtíu ár. Þess vegna höfum við unnið markvisst að því að framleiðsluvaran okkar sé sú besta á markaðnum – þess vegna framleiðum við fasteignir sem standast tímans tönn.

ÚTBOÐSVERKEFNI

ÞG Verk er alhliða byggingafyrirtæki sem hefur í yfir 20 ár safnað upp víðtækri verkþekkingu með því að byggja allar tegundir mannvirkja, s.s. virkjanir, skóla, brýr, íbúðir og verksmiðjuhúsnæði. Félagið hefur áunnið sér traust opinberra aðila og stórfyrirtækja með skipulegu vinnulagi, skilum á réttum tíma, vönduðu verki og öruggum viðskiptum. Árið 2017 erum við stærst í framleiðslu á nýjum íbúðum auk þess að byggja á eigin vegum Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur, eitt mest spennandi byggingaverkefni síðari tíma.

HJARTA FYRIRTÆKISINS

Hjá ÞG Verk starfar 200 manna starfslið, samansafn einstaklinga sem eru fremstir í sinni röð. Með þessu trausta starfsfólki, skýrri sýn og mikilli áherslu á gæða- og öryggismál hefur okkur tekist að festa ÞG Verk í sessi sem byggingaraðila sem þú getur treyst.

ÞG Verk er sterkt félag sem skilar góðu verki og faglegum vinnubrögðum. Allt frá stofnun hefur það verið meginmarkmið félagsins að skila góðu verki, stunda örugg viðskipti og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini.

Þorvaldur Gissurarson
Forstjóri ÞG Verk