GÆÐASTEFNA

ÞG Verk einsetur sér að byggja með hagkvæmum hætti mannvirki sem uppfylla allar umsamdar kröfur okkar viðskiptavina ásamt því að uppfylla lög og reglugerðir í hvívetna.

Fyrirtækið mun ávallt bjóða vörur og þjónustu sem byggja á vönduðum lausnum til að mæta óskum okkar viðskiptavina.

Við munum með skipulegum hætti stunda þróun á okkar vörum og þjónustu sem gefur starfsmönnum fyrirtækisins möguleika að framkvæma sín störf rétt í fyrsta sinn og í hvert sinn.

Fyrirtækið leggur áherslu á:

• Að bjóða faglegar og vandaðar lausnir sem mæta kröfum okkar viðskiptavina.
• Að vinna stöðugt að umbótum til að auka skilvirkni í starfsemi fyrirtækisins.
• Að starfsmenn hafi hlotið nægjanlega þjálfun og menntun til að skila góðri vinnu með hagkvæmum hætti.
• Að tryggja góðan aðbúnað og öryggi starfsmanna á vinnustað.

GÆÐAKERFI

Í gegnum allt byggingarferlið hjá ÞG Verk eru allir verkþættir teknir út til að tryggja handbragð og gæði. Fyrir afhendingu allra íbúða fara kaupendur yfir sína fasteign með fulltrúa félagsins til að tryggja gæði og hagsmuni kaupenda. Við þá skoðun er mikilvægt að gera þær athugasemdir sem kaupandi hefur varðandi skil á sinni eign.