Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, hráhús. - ÞG Verk

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, hráhús.

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, hráhús.

• Nýbygging aðalstöðva Orkuveitu Reykjavíkur Réttarhálsi 1, uppsteypa,
stálvirki o.fl.

• Húsið er samtals 9 hæðir. Klapparhæðir (kjallarar) og 5 hæða sér bygging (austurhús) eru steinsteyptar. Vesturbygging er 6 hæðir gerð úr stálburðarvirki og steinsteypu. Húsin eru tengd saman með brúum inni í hvolfrými. Burðarvirki allra milliplatna ofan klapparhæða er borið uppi með stálbitum og bárustál-steypu gólfum (composite floor). Form hússins er afar óreglulegt, vesturbygging er bogadregin og keilulaga og klapparhæðir eru að miklum hluta bogadregnar, milliplötur eru stallaðar og marghalla. Steinsteyptir burðarhlutar eru óhefðbundnir og efnismiklir sökum hárra álagsforsendna og erfiðs forms byggingarinnar. Verktími afar stuttur.

• Flatarmál byggingar: 14.500 fm

• Mótafletir: 27.300 fm

• Steypustál: 940.000 kg

• Steypa: 6.300 rm

• Stálvirki: 600.000 kg

• Bárustálgólf: 9.200 fm

• Samkvæmt lokuðu útboði að undangengnu forvali.

• Verkkaupi: Orkuveita Reykjavíkur.

• Verktími: 1. júní til 15. janúar 2002.

• Samningsfjárhæð: kr. 559.243.843 auk viðbótarsamninga (2002) kr. 387.000.000.

• (Samningsfjárhæð í verkefninu alls: kr. 946.243.843.- )

• Aðalverktaki: Þ.G verktakar ehf.