Jafnlaunastefna ÞG Verks

Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu ÞG Verk er að stuðla að jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og rétt kynjanna nr. 150/2020, þar með talið að greidd séu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ÞG Verk. Jafnlaunastefna ÞG Verk nær til allra starfsmanna
Jafnlaunastefnan og framkvæmd hennar er órjúfanlegur hluti af jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins. Æðstu stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig að framfylgja henni en endanleg ábyrgð liggur hjá forstjóra fyrirtækisins.

ÞG Verk skuldbindur sig til að:

  • Fylgja lagalegum kröfum og reglum um launagreiðslur, kjör og jafnrétti
  • Framkvæma launagreiningu árlega
  • Halda úti menntunar-og hæfniskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins
  • Bregðast við málefnalegum athugasemdum um launamun.
  • Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
  • Fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að framkvæma ytri rýni að minnsta kosti einu sinni á ári
  • Kynna starfsfólki jafnlaunastefnuna
  • Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi með því að birta hana á heimasíðu félagsins.
  • Endurmeta og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni með innri úttektum og rýni

Jafnréttisáætlun ÞG Verks

Jafnréttisáætlun þessi gildir fyrir alla starfsmenn ÞG Verks óháð vinnustað samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr.150/2020. Með áætluninni er lögð fram þau markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum ÞG Verks þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum. Stjórnendur á hverjum vinnustað fyrir sig bera ábyrgð að ákvæðum jafnréttisáætlunar sé framfylgt.

Í byggingariðnaði hallar mjög á hlut kvenna í öllum störfum. ÞG Verk hefur það markmið að leggja sitt af mörkum til að auka aðgengi kvenna í öll störf hjá fyrirtækinu.

Jafnréttisáætlun ÞG Verks var lesin yfir og samþykkt af eiganda fyrirtækisins þann 10. október 2019.