URRIÐAHOLT
Við hönnun Urriðaholts var áhersla á að byggðin væri lifandi og samfélagið sjálfstætt.
Húsin eru vel staðsett steinsnar við Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvirkjum.
Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skv. vottunarkerfi BREEAM Communities. Hverfið byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks sem þar býr í sátt við náttúruna og umhverfið allt. Hverfið nýtur allrar þjónustu sem Garðabær hefur upp á að bjóða. Nánar má lesa um hverfið á vefnum urridaholt.is
UMHVERFI
Betri staðsetning fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Urriðaholt liggur við friðlandið í Heiðmörk sem er stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og er tengt beint við það með göngu- og hjólastígum.
Í jaðri hverfisins er svo Búrfellshraunið og sjálft Urriðavatn þar sem ungir sem aldnir íbúar þorpsins geta uppgötvað fjölskrúðugt lífríkið við vatnið. Hverfið liggur aflíðandi í halla sem skapar skjól og einstakt útsýni yfir náttúruna í kring.
Þótt Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er stutt í góðar samgönguæðar sem tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Auk Kauptúns, verslunarkjarnans við þorpið, er aðeins nokkurra mínútna akstur í þjónustu og verslun í Garðabæ eða Hafnarfirði.
SKÓLASTARF
Urriðaholtsskóli starfar á tveimur skólastigum, leik- og grunnskóla og fullvaxinn verður hann fyrir börn á aldrinum 1 til 15 ára.
Hönnun skólans byggir á „opnu“ skipulagi fyrir hvern árgang. Þannig eru engar hefðbubndnar bekkjarstofur fyrir staka bekki eins og tíðkast hefur. Hver árgangur hefur eitt svokallað heimsvæði sem skiptist í stórt sameiginlegt kennslusvæði og nokkur minni lokuð rýmið ásamt vinnuastöðu fyrir kennara árgangsins.
SKÓLASTARF
Urriðaholtsskóli starfar á tveimur skólastigum, leik- og grunnskóla og fullvaxinn verður hann fyrir börn á aldrinum 1 til 15 ára.
Hönnun skólans byggir á „opnu“ skipulagi fyrir hvern árgang. Þannig eru engar hefðbubndnar bekkjarstofur fyrir staka bekki eins og tíðkast hefur. Hver árgangur hefur eitt svokallað heimsvæði sem skiptist í stórt sameiginlegt kennslusvæði og nokkur minni lokuð rýmið ásamt vinnuastöðu fyrir kennara árgangsins.