BYGGINGARVERKTAKI

Á TRAUSTUM GRUNNI

FRÁ ÁRINU 1998

ÞG verk hefur frá 1998 verið framúrskarandi byggingarverktaki á íslenskum markaði. Ásamt því að hafa byggt á annað þúsund íbúðir eru mörg stór og flókin útboðsverkefni að baki sem staðist hafa tímans tönn.

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

Frá árinu 1998 hefur ÞG Verk byggt mikinn fjölda heimila fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru okkar einkunnarorð og fyrirtækið kappkostar að eiga gott samstarf við viðskiptavini sína.

ATVINNUHÚSNÆÐI

Á meðal fyrri verkefna ÞG Verk má nefna Hátæknisetur Alvogen, Costco, prentsmiðju Morgunblaðsins, verslunarhúsnæði Húsamiðjunnar við Vínlandsleið og Hafnartorg.

ÖNNUR VERKEFNI

ÞG Verk hefur sinnt margvíslegum framkvæmdum við jarðhitavirkjanir, meðal annars sem aðalverktaki við 1. og 2. áfanga Hellisheiðarvirkjunar og við stækkun Nesjavallavirkjunar. Einnig hefur fyrirtækið unnið víða að brúarframkvæmdum, undirgöngum og umferðarmannvirkjum.

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

FASTEIGNIR TIL SÖLU

Á fasteignavef ÞG Verk finnur þú upplýsingar um íbúðir í sölu og byggingar í framkvæmd. Smelltu á myndirnar eða hnappinn til að fara á söluvef ÞG Verk.

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

FASTEIGNIR TIL SÖLU

Á fasteignavef ÞG Verk finnur þú upplýsingar um íbúðir í sölu og byggingar í framkvæmd. Smelltu á myndirnar eða hnappinn til að fara á söluvef ÞG Verk.