ÞG Verk hélt sitt árlega golfmót þann 19. ágúst í blíðskaparveðri á Kiðjabergi. Starfsmenn ÞG Verk og samstarfsaðilar áttu frábæran dag í frábæru umhverfi. Glæsileg tilþrif áttu sér stað en þó fór enginn heim á rafmagns Golf fyrir holu í höggi á sjöundu holu.

Þökkum samstarfsaðilum fyrir skemmtilega samveru og starfsfólki Kiðjabergs fyrir mikla lipurð í þjónustu 😉