Í samræmi við umhverfisstefnu og umhverfismarkmið ÞG Verk er stöðugt horft til raunhæfra lausna til að minnka kolefnislosun í starfsemi fyrirtækisins.

Eldsneytisnotkun veldur um 40% af heildarlosun ÞG Verks en það sem eftir stendur er vegna sorpförgunar og notkunnar á rafmagni og heitu vatni.

ÞG Verk hefur náð umtalsverðum árangri í meðferð úrgangs á seinustu tveimur árum eins og komið hefur fram og upplýsingar um það eru á heimasíðu okkar.

Nú um áramótin skipti ÞG Verk út 7 bílum úr jarðeldsneyti yfir í rafmagn. Eru þá nú 8 af 20 bílum sem eru í notkun hjá fyrirtækinu knúnir rafmagni.

Við erum spennt að sjá hvað við getum náð miklum árangri á árinu 2021 í minnkun á notkun jarðefnaeldsneytis með þessum breytingum.