Undanfarið ár hefur ÞG Verk unnið að því að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST85

Jafnlaunakerfið var vottað af Versa Vottun núna í haust og hefur vottuninn verið staðfest af Jafnréttisstofu.

Formleg afhending á vottunarskírteini vegna jafnlaunakerfisins hjá ÞG Verk var svo fimmtudaginn 7. október 2021

Á meðfylgjandi mynd eru Birna Dís Eiðsdóttir og Gná Gujónsdóttir frá Versavottun, Þorvaldur Gissurarson, Emma Ingibjörg Valsdóttir, Örn Tryggvi Johnsen og Bergur Helgason frá ÞG Verk.

Jafnlaunastefna ÞG Verks

Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu ÞG Verk er að stuðla að jafnrétti kynjanna og að greidd séu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ÞG Verk.
Jafnlaunastefnan og framkvæmd hennar er órjúfanlegur hluti af jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins.

ÞG Verk skuldbindur sig til að:

  • Fylgja lagalegum kröfum og reglum um launagreiðslur, kjör og jafnrétti
  • Framkvæma launagreiningu árlega
  • Halda úti menntunar-og hæfniskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins
  • Bregðast við málefnalegum athugasemdum um launamun.
  • Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
  • Fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að framkvæma ytri rýni að minnsta kosti einu sinni á ári
  • Kynna starfsfólki jafnlaunastefnuna
  • Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi með því að birta hana á heimasíðu félagsins.
  • Endurmeta og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni með innri úttektum og rýni

Hér getur þú lesið meira um jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun ÞG verks: https://tgverk.is/jafnlaunastefna-og-jafnrettisaetlun/