ÞG Verk undirritaði nýverið samning um uppsteypu og utanhússfrágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni.  Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins. Framkvæmdir munu taka alls rúmlega tvö ár. Heildarstærð hússins mun vera um 20.200 fermetrar, en þar af verður nýbyggingin um 11.500 fermetrar

„Það er virkilega ánægjulegt að vera þáttakandi í þessu metnaðarfulla verkefni og þeirri uppbyggingu á Landspítalasvæðinu sem nú stendur yfir. Við hjá ÞG verktökum eigum gott samstarf og samskipti við starfsfólk NLSH og hlökkum til að ráðast í og reisa hið nýja hús Heilbrigðisvísindasviðs,“ segir Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks.

ÞG verk er einnig að ljúka við uppsteypu á bílakjallara og tengigöngum við nýja Landspítalann. Bílakjallarinn er á tveimur hæðum og er um 7.500 fermetrar.