Urriðaholtsstræti 9-15 er fjölbýlishús í Urriðaholti, Garðabæ sem samanstendur af fjórum 5 hæða byggingum og bílakjallara. Íbúðirnar eru 80 talsins og verða fyrir 50 ára og eldri. Á kjallarahæð er sameiginlegt miðrými sem íbúar hússins geta bókað og nýtt fyrir sjálfa sig og sýna gesti. Miðrýmið samanstendur af setustofu með eldhúsaðstöðu, rými fyrir golfherma, billiard, yoga sal ofl.
Íbúðir verða af nokkrum stærðum og gerðum, frá 70fm 2ja herbergja til 170 fm 4ra herbergja íbúðum. Einstakt útsýni yfir hraunið að Vífilsstöðum og í Heiðmörk verður úr flestum íbúðum.
Áhugasamir aðilar geta haft samband við hrefna@tgverk.is