ÞG Verk gerðist samstarfsaðili lestraleiksins Graphogame á dögunum sem fyrirtækið Billboard fjárfesti í og kom í íslenska útgáfu. Leikurinn hjálpar börnum að ná grunnfærni í lestri og hefur leikurinn skilað framúrskarandi mælanlegum árangri í læsi.
Á vormánuðum 2024 var gerð rannsókn í Kópavogsbæ þar sem börn í fyrsta bekk tóku þátt í rannsókninni. Helmingur barnanna spilaði lestraleikinn Graphogame í nokkrar vikur og samanburðarhópurinn spilaði ekki. Báðir hópar tóku próf í byrjun rannsóknar og svo var tekið annað próf eftir að annar hópurinn hafði spilað leikinn í nokkrar vikur og þannig var hægt að bera saman hvernig leikurinn nýttist þeim sem fengu að spila. Niðurstöður úr rannsókninni voru þær að nemendur sem spiluðu leikinn bættu sig að meðaltali 143% meira í þekkingu á tengslum bókstafa og hljóða og 64% meira í lestri orða en skólasystkini þeirra með því að nýta sér nýja lestrarkennsluleikinn Graphogame.
Leikurinn er aðgengilegur í App Store og Google Play og við hvetjum öll börn á aldrinum 5-8 ára til þess að ná sér í leikinn.