Í gær var undirritaður verksamningur við ÞG Verk um byggingu nýrrar Ölfusárbrúar og fyrsta skóflustungan að brúnni var tekin í gær af innviðaráðherra. Framkvæmdir munu hefjast þegar jarðvegsrannsóknum og hönnun er lokið. Áætlaður heildarkostnaður á verkinu eru 17,9 milljarðar króna og verklok eru áætluð haustið 2028.

Byggð verður 330 metra löng og 19 metra breið brú yfir Ölfusá. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt.

Við hjá ÞG verktökum erum full tilhlökkunar að ráðast í þetta metnaðarfulla verkefni. Bygging Ölfusárbrúar er flókið og krefjandi verk, og um leið glæsilegt mannvirki og mikilvæg samgöngubót.