Starfsmannadagur ÞG Verks var haldinn fyrr í sumar.
Markmið dagsins var að styrkja tengsl milli verkstaða og skapa vettvang þar sem starfsfólk ÞG Verks gat komið saman utan hefðbundins vinnudags.
Hjá ÞG Verk starfa 130 manns á mörgum mismunandi verkstöðum. Við erum stolt af þessu frábæra teymi sem starfar hjá fyrirtækinu og þökkum öllum þeim starfsmönnum sem tóku þátt á starfsmannadeginum.