Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og ÞG VERK skrifuðu nýverið undir tveggja ára samning og verður ÞG VERK aðal styrktaraðili deildarinnar. Nafn íþróttahússins í Ásgarði mun bera nafn ÞG VERK sem og verður ÞG VERK sýnilegt í öllu starfi deildarinnar næstu tvö árin.

“Þetta er gríðarlega öflugur samningur fyrir körfuboltann í Stjörnunni og mikil viðurkenning fyrir það góða starf sem hefur verið unnið þar undanfarin ár. Að fá inn styrktaraðila sem kemur að öllu starfinu svona myndarlega gerir okkur kleift að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið og styrkja þær stoðir sem mestu máli skipta” segir Einar Karl Birgisson formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.

„Við hjá ÞG Verk viljum leggja okkar af mörkum og styðja við frábært starf og áframhaldandi uppbyggingu hjá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar.

Árangur í barna- og unglingastarfinu er frammúrskarandi og magnaður titill meistaflokksins karla er ungum og upprennandi körfuknattleiks iðkendum mikilvæg hvatning

Við erum stolt af því að vera aðal styrktaraðili Stjörnunnar í körfubolta og hlökkum til að fylgjast með árangri liðsins á næsta tímabili“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verk