Árshátið ÞG Verktaka var haldin laugardaginn 11 október í Hörpunni. Starfsfólk og gestir komu saman til að fagna góðu starfsári, njóta ljúffengra veitinga og skemmta sér í góðum félagsskap.

Árshátíðin hófst með fordrykk og síðan hátíðarkvöldverði. Veislustjóri skemmti gestum yfir máltíðinni. Hljómsveitn Book store club tók síðan við eftir matinn og hélt uppi stuðinu fram á kvöld.

Á árshátíðinni voru veittar viðurkenningar til starfsmanna sem hafa unnið hjá ÞG Verk í 10, 15 og 20 ár eða lengur og þeim sem kláruðu sveinspróf á árinu. Þeim var þakkað fyrir framúrskarandi starf og mikilvægt framlag til fyrirtækisins í gegnum tíðina. Hér má sjá mynd af þessum öfluga hópi starfsmanna ÞG Verktaka.

Við hjá ÞG Verk erum stolt af okkar öfluga hópi starfsmanna og þökkum öllum fyrir komuna á árshátíðina.