Í september tókum við á móti þremur nýútskrifuðum húsasmíða nemum frá Nantes í Frakklandi í gegnum Erasmus+ sem Iðan fræðslusetur heldur utan um hér á landi.
Þeir Eloi, Hery og Maxime verða hjá okkur fram í miðjan nóvember við uppbyggingu á Nýja Landspítalanum við Hringbraut.
Þeir höfðu hingað til að mestu unnið í tréverki, hjá okkur hafi þeir hins vegar tekist á við fjölbreytt verkefni innanhúss auk þess að vinna í uppsteypuverkefnum sem hefur verið mikil reynsla og lærdómsríkt fyrir þá.
Við hjá ÞG Verk erum að taka þátt í svona samstarfsverkefni við Iðuna í fyrsta skipti og eru afar ánægð með útkomuna enda hafa þeir allir staðið sig afar vel og fengið góða umsögn frá stjórnendum.
